Elti innbrotsþjóf með öxi og Rottweiler-tík 16. mars 2011 08:30 Lúðvík Kjartan Kristjánsson og tíkin París náðu innbrotsþjófi sem reyndi að komast undan úr Veiðiportinu. Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar, hugar að skemmdum á hurðinni. Fréttablaðið/GVA „Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira