Rukka í göng uns kostnaði er öllum náð 15. mars 2011 06:30 Göngin undir Vaðlaheiði eiga að vera 7,5 kílómetrar og stytta leiðina úr Eyjafirði yfir í Fnjóskadal, og þar með hringveginn, um sextán kílómetra. Þau eiga að vera tilbúin í árslok 2014. „Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira