Viðskipti erlent

Færa áhættulán í annað fyrirtæki

Stærsti banki Bandaríkjanna hyggur á hagræðingu. 
Fréttablaðið/AP
Stærsti banki Bandaríkjanna hyggur á hagræðingu. Fréttablaðið/AP
Bank of America, einn umsvifamesti banki Bandaríkjanna, íhugar nú að loka einu af hverjum tíu útibúum sínum á næstu árum og færa tæpan helming af áhættusömustu fasteignaútlánunum inn í annað fjármálafyrirtæki, eins konar vondan banka sem mun halda utan um lélegar eignir bankans.

Joe Price, forstöðumaður viðskiptabankasviðs Bank of America, segir í samtali við netútgáfu Orlando Business Journal, að helsta ástæðan fyrir lokun útibúanna séu breytingar á viðskiptahegðun, fleiri nýti sér heimabanka en áður. Hann útilokaði hins vegar ekki að útibúum muni fjölga á öðrum markaðssvæðum þar sem viðskiptavinir hafi ekki nýtt sér tæknina í sama mæli eða þar sem útibúa er þörf.

Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Terry Laughlin, framkvæmdastjóra hjá Bank of America, sem hélt erindi um bankann í New York í vikunni, að ráðist hafi verið í aðgerðina eftir yfirtöku Bank of America á fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial haustið 2008. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×