Litlir víkingar og vígalegar valkyrjur 5. mars 2011 06:00 Íslenskir víkingabúningar eftir Ríkey Kristjánsdóttur og Diljá Jónsdóttur. Ný lína af íslenskum víkingabúningum frá hönnuðum barnafatalínunnar Húnihún er væntanleg á markaðinn um helgina. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður og Diljá Jónsdóttir klæðskeri eru hönnuðir drengjafatalínunnar Húnihún í Kirsuberjatrénu. Núna hafa þær bætt við línuna víkingabúningum. „Við erum að þrykkja á búningana víkingatákn og þeir eru bara að þorna," segir Ríkey. „Þeir verða komnir í Kirsuberjatréð um helgina." Línan inniheldur víkingamussu, buxur og skyrtu, kjól og svuntu en þær stöllur vildu að stelpurnar gætu fundið á sig búning þótt Húnihún línan leggi áherslu á drengjaföt. „Við reynum að vera trúar víkingatímanum og notum lítið meðhöndlaða bómull sem við litum sjálfar. Saumar eru grófir overlock-saumar og við notum skábönd í stað leðurbanda, höfum þetta frekar hrátt. En þó þetta séu búningar er þó alveg hægt að nota fötin dags daglega í leikskólanum. Buxurnar eru til dæmis flottar með einhverju öðru og þetta eru bómullarföt sem þægilegt er að vera í." Ríkey og Diljá vinna nú að vorlínu Húnihún og eru einnig að bæta við rúmfatnaði. Nánar má forvitnast um Húnihún á Facebook.- rat Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ný lína af íslenskum víkingabúningum frá hönnuðum barnafatalínunnar Húnihún er væntanleg á markaðinn um helgina. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður og Diljá Jónsdóttir klæðskeri eru hönnuðir drengjafatalínunnar Húnihún í Kirsuberjatrénu. Núna hafa þær bætt við línuna víkingabúningum. „Við erum að þrykkja á búningana víkingatákn og þeir eru bara að þorna," segir Ríkey. „Þeir verða komnir í Kirsuberjatréð um helgina." Línan inniheldur víkingamussu, buxur og skyrtu, kjól og svuntu en þær stöllur vildu að stelpurnar gætu fundið á sig búning þótt Húnihún línan leggi áherslu á drengjaföt. „Við reynum að vera trúar víkingatímanum og notum lítið meðhöndlaða bómull sem við litum sjálfar. Saumar eru grófir overlock-saumar og við notum skábönd í stað leðurbanda, höfum þetta frekar hrátt. En þó þetta séu búningar er þó alveg hægt að nota fötin dags daglega í leikskólanum. Buxurnar eru til dæmis flottar með einhverju öðru og þetta eru bómullarföt sem þægilegt er að vera í." Ríkey og Diljá vinna nú að vorlínu Húnihún og eru einnig að bæta við rúmfatnaði. Nánar má forvitnast um Húnihún á Facebook.- rat
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira