Ekta Suðurríkjasæla 9. mars 2011 10:00 Stefán og kokkar Perlunnar eru að búa sig undir Food and Fun. Mynd/Vilhelm Segja má að ósvíkin Suðurríkjastemning muni ríkja á veitingastað Perlunnar í næstu viku, þegar matar- og menningarhátíðin Food and Fun verður haldin. „Við ákváðum að prófa eitthvað alveg nýtt og koma þannig fólki svolítið á óvart. Enda óhætt að segja að fáir tengi matargerð af þessu tagi við okkur," segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar. Í tilefni af Food and Fun gefst gestum kostur á að bragða á öllu því besta í Suðurríkjamatseld í næstu viku. Djöflaegg með kavíar, rækjur í kryddsósu og bleikja með svörtum baunum í forrétt, grilluð önd í aðalrétt og búðingur og kanilís með karamellu og rommi, er á meðal þess sem matreiðslumeistarinn Brant Tesky, frá Acadiana Restaurant, mun útbúa sérstaklega fyrir gesti á veitingastað Perlunnar í komandi viku.Brant Tesky.Það verður því seint hægt að halda öðru fram en að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi á spennandi matseðlinum. „Enda leggjum við okkur fram við að bjóða aðeins það besta," segir Stefán og getur þess að meðan á matarhátíðinni standi verði venjulegi matseðilinn ekki í boði. Að hans sögn hefur Perlan frá upphafi tekið þátt í hátíðinni sem honum finnst stöðugt vaxa ásmegin. „Í fyrstu tóku nokkrir staðir þátt og lítill tími gafst í undirbúning. Með tíð og tíma hefur þeim fjölgað og góð reynsla komin á hátíðina, sem hefur náð að festa sig í sessi í matarmenningu Íslendinga." Þá segir Stefán íslenska matreiðslumenn ekki síður en almenning njóta góðs af komu erlenda kokkanna. „Þeir erlendu skilja alltaf eftir sig einhver áhrif og þeir íslensku viða því að sér nýrri ómetanlegri þekkingu, sem þeir þyrftu kannski annars að sækja sér erlendis og með meiri fyrirhöfn." Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Segja má að ósvíkin Suðurríkjastemning muni ríkja á veitingastað Perlunnar í næstu viku, þegar matar- og menningarhátíðin Food and Fun verður haldin. „Við ákváðum að prófa eitthvað alveg nýtt og koma þannig fólki svolítið á óvart. Enda óhætt að segja að fáir tengi matargerð af þessu tagi við okkur," segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar. Í tilefni af Food and Fun gefst gestum kostur á að bragða á öllu því besta í Suðurríkjamatseld í næstu viku. Djöflaegg með kavíar, rækjur í kryddsósu og bleikja með svörtum baunum í forrétt, grilluð önd í aðalrétt og búðingur og kanilís með karamellu og rommi, er á meðal þess sem matreiðslumeistarinn Brant Tesky, frá Acadiana Restaurant, mun útbúa sérstaklega fyrir gesti á veitingastað Perlunnar í komandi viku.Brant Tesky.Það verður því seint hægt að halda öðru fram en að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi á spennandi matseðlinum. „Enda leggjum við okkur fram við að bjóða aðeins það besta," segir Stefán og getur þess að meðan á matarhátíðinni standi verði venjulegi matseðilinn ekki í boði. Að hans sögn hefur Perlan frá upphafi tekið þátt í hátíðinni sem honum finnst stöðugt vaxa ásmegin. „Í fyrstu tóku nokkrir staðir þátt og lítill tími gafst í undirbúning. Með tíð og tíma hefur þeim fjölgað og góð reynsla komin á hátíðina, sem hefur náð að festa sig í sessi í matarmenningu Íslendinga." Þá segir Stefán íslenska matreiðslumenn ekki síður en almenning njóta góðs af komu erlenda kokkanna. „Þeir erlendu skilja alltaf eftir sig einhver áhrif og þeir íslensku viða því að sér nýrri ómetanlegri þekkingu, sem þeir þyrftu kannski annars að sækja sér erlendis og með meiri fyrirhöfn."
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira