Ósvikið dekur við bragðlauka gesta 9. mars 2011 00:01 Fannar Vernharðsson, yfirmatreiðslumaður VOX. Mynd/Vilhelm Jarðsveppir, ostrur, humar og foie gras eru meðal hinna fersku og fínu hráefna í réttum veitingastaðarins VOX á matarhátíðinni Food and Fun. „Finninn Matti Jämsen er með glæsilegan matseðil og flott hráefni og það verður gaman að takast á við eldamennskuna með honum,“ segir Fannar Vernharðsson, yfirkokkur á VOX. Jämsen tekur tímabundið við stjórn í eldhúsi VOX meðan á Food and Fun stendur. Hann varð í 5. sæti í hinni óopinberu heimsmeistarakeppni í matreiðslu, Bocuse d‘Or í ár og auk þess er hann að taka við G.W. Sundmans sem er lengi búinn að vera einn af topp veitingastöðum Helsinki. Þeim sem vilja kynna sér þann veitingastað er bent á síðuna https://www.royalravintolat.com/sundmans. „Það er mikill heiður að fá að vinna með þeim gestakokkum sem hingað hafa komið á hátíðina. VOX hefur oft skartað meisturum sem hafa náð langt á heimsvísu til dæmis René Redzepi á Noma og Allan Paulsen, sem vann keppnina í fyrra. Þá er ekki síður sómi að því fá Jämsen til okkar í ár,“ segir Fannar. Sjálfur tók Fannar við starfi yfirmatreiðslumanns á VOX um síðustu áramót en er þó enginn nýgræðingur í Food and Fun. Hann hefur tekið þátt í hátíðunum frá upphafi og segir það mjög gaman. „Það er auðvitað mikil vinna hjá okkur matreiðslumönnunum og mikið álag,“ lýsir hann. En býst hann við að Jämsen taki til hendinni í eldhúsinu eða einungis stjórni aðgerðum? „Jämsen vill hafa hlutina nákvæmlega eftir sínu höfði og ég hef fulla trú á að hann eigi eftir að verða þátttakandi í matreiðslunni,“ svarar Fannar glaðlega. „Við munum leyfa honum að ráða ferðinni svo allt verði eins og hann vill hafa það.“ Fannar getur þess að kokkarnir á VOX verði með tvo aukarétti sem þeir bæti við matseðilinn hans Jämsen fyrir þá sem það kjósa auk þess sem ýmsir smakkréttir verði bornir fram. Hann leggur líka áherslu á að hinn margverðlaunaði vínþjónn á VOX, Alba E. Hough, beri fram vín sem hæfi hverjum rétti. „Þetta verður ósvikið dekur við bragðlauka gestanna,“ lofar hann. „Nú þegar hefur mikið verið bókað hjá okkur eins og undanfarin ár, því höfum við ákveðið að vera einnig með Food and Fun matseðilinn í boði í vikunni á eftir.” Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Jarðsveppir, ostrur, humar og foie gras eru meðal hinna fersku og fínu hráefna í réttum veitingastaðarins VOX á matarhátíðinni Food and Fun. „Finninn Matti Jämsen er með glæsilegan matseðil og flott hráefni og það verður gaman að takast á við eldamennskuna með honum,“ segir Fannar Vernharðsson, yfirkokkur á VOX. Jämsen tekur tímabundið við stjórn í eldhúsi VOX meðan á Food and Fun stendur. Hann varð í 5. sæti í hinni óopinberu heimsmeistarakeppni í matreiðslu, Bocuse d‘Or í ár og auk þess er hann að taka við G.W. Sundmans sem er lengi búinn að vera einn af topp veitingastöðum Helsinki. Þeim sem vilja kynna sér þann veitingastað er bent á síðuna https://www.royalravintolat.com/sundmans. „Það er mikill heiður að fá að vinna með þeim gestakokkum sem hingað hafa komið á hátíðina. VOX hefur oft skartað meisturum sem hafa náð langt á heimsvísu til dæmis René Redzepi á Noma og Allan Paulsen, sem vann keppnina í fyrra. Þá er ekki síður sómi að því fá Jämsen til okkar í ár,“ segir Fannar. Sjálfur tók Fannar við starfi yfirmatreiðslumanns á VOX um síðustu áramót en er þó enginn nýgræðingur í Food and Fun. Hann hefur tekið þátt í hátíðunum frá upphafi og segir það mjög gaman. „Það er auðvitað mikil vinna hjá okkur matreiðslumönnunum og mikið álag,“ lýsir hann. En býst hann við að Jämsen taki til hendinni í eldhúsinu eða einungis stjórni aðgerðum? „Jämsen vill hafa hlutina nákvæmlega eftir sínu höfði og ég hef fulla trú á að hann eigi eftir að verða þátttakandi í matreiðslunni,“ svarar Fannar glaðlega. „Við munum leyfa honum að ráða ferðinni svo allt verði eins og hann vill hafa það.“ Fannar getur þess að kokkarnir á VOX verði með tvo aukarétti sem þeir bæti við matseðilinn hans Jämsen fyrir þá sem það kjósa auk þess sem ýmsir smakkréttir verði bornir fram. Hann leggur líka áherslu á að hinn margverðlaunaði vínþjónn á VOX, Alba E. Hough, beri fram vín sem hæfi hverjum rétti. „Þetta verður ósvikið dekur við bragðlauka gestanna,“ lofar hann. „Nú þegar hefur mikið verið bókað hjá okkur eins og undanfarin ár, því höfum við ákveðið að vera einnig með Food and Fun matseðilinn í boði í vikunni á eftir.”
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira