Ekki hróflað við áfengiskaupaaldri 26. febrúar 2011 07:00 Í ríkinu Áfram þarf fólk að hafa náð tuttugu ára aldri til að mega kaupa sér vín.fréttablaðið/pjetur Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira