Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss 24. febrúar 2011 05:00 Ólafur William Hand Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira