Ítarlegar upplýsingar fylgi umsóknunum 22. febrúar 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið hefur auglýst þrjú embætti hæstaréttardómara laus til umsóknar. Er til þeirra stofnað vegna aukins álags á réttinn. Eiga hæstaréttardómarar nýjum lögum samkvæmt að vera tólf næstu ár. Frá 2013 verður ekki skipað í þrjár stöður sem losna upp frá því, þar til dómarar verða aftur orðnir níu. Í auglýsingunni er í ellefu liðum fjallað um hvaða upplýsingum umsækjendum ber að veita um sjálfa sig. Meðal þess eru upplýsingar um menntun og reynslu, almenna og sérstaka starfshæfni, andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þá er beðið um upplýsingar um þrjá fyrrverandi samstarfsmenn sem geta veitt dómnefnd upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda. Með umsókn eiga að fylgja, eftir því sem við á, afrit af skriflegum verkum umsækjanda síðasta ár, hvort heldur er dómar, stefnur eða úrskurðir unnir fyrir stjórnvöld. Sömuleiðis er óskað eftir afritum af fræðiritum og tímaritsgreinum. Ekki hefur áður verið krafist jafn ítarlegra upplýsinga í auglýsingum um dómarastarf. Dómnefnd mun meta hæfni umsækjenda og hverja hún telur hæfasta. Formaður hennar er Páll Hreinsson hæstaréttardómari en aðrir nefndarmenn eru Stefán Már Stefánsson, Guðrún Agnarsdóttir, Allan Vagn Magnússon og Brynjar Níelsson. - bþs Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst þrjú embætti hæstaréttardómara laus til umsóknar. Er til þeirra stofnað vegna aukins álags á réttinn. Eiga hæstaréttardómarar nýjum lögum samkvæmt að vera tólf næstu ár. Frá 2013 verður ekki skipað í þrjár stöður sem losna upp frá því, þar til dómarar verða aftur orðnir níu. Í auglýsingunni er í ellefu liðum fjallað um hvaða upplýsingum umsækjendum ber að veita um sjálfa sig. Meðal þess eru upplýsingar um menntun og reynslu, almenna og sérstaka starfshæfni, andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þá er beðið um upplýsingar um þrjá fyrrverandi samstarfsmenn sem geta veitt dómnefnd upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda. Með umsókn eiga að fylgja, eftir því sem við á, afrit af skriflegum verkum umsækjanda síðasta ár, hvort heldur er dómar, stefnur eða úrskurðir unnir fyrir stjórnvöld. Sömuleiðis er óskað eftir afritum af fræðiritum og tímaritsgreinum. Ekki hefur áður verið krafist jafn ítarlegra upplýsinga í auglýsingum um dómarastarf. Dómnefnd mun meta hæfni umsækjenda og hverja hún telur hæfasta. Formaður hennar er Páll Hreinsson hæstaréttardómari en aðrir nefndarmenn eru Stefán Már Stefánsson, Guðrún Agnarsdóttir, Allan Vagn Magnússon og Brynjar Níelsson. - bþs
Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira