Viðskipti erlent

Boeing kynnir nýja Júmbó þotu

Boeing flugvélaverksmiðjurnar kynntu nýja gerð af Júmbó þotum um helgina, rúmlega 40 árum frá því að fyrsta Júmbó þotan fór á loft. Með nýju þotunni ætla stjórnendur Boeing að reyna að vinna aftur þann dýrðarljóma sem lék um fyrstu Júmbó þoturnar.

Nýja þotan hefur hlotið nafnið 747-8 Intercontinental. Samkvæmt frétt á Reuters er pláss í henni fyrir 476 farþega eða 51 farþega fleiri en í eldri útgáfum af Júmbó. Þá segir að nýja þotan hagkvæmari í rekstri og eldsneytisnotkun hennar minni en forvera hennar.

Boeing missti forystuna á sviði breiðþota af þessari stærð í hendur Airbus árið 2005 þegar Airbus setti A380 þotu sína á markað. Hin nýja 747-8 Intercontinental mun hinsvegar vera stærri en A380.

Verðmiðinn á 747-8 Intercontinental er rúmlega 317 milljónir dollara eða um 37 milljarða kr. Hún er með lengri skrokk en forverar sínir, hefur til að bera nýja gerð af vængjum og stéli og nýja hönnun á flugstjórnarklefanum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×