Mærsk hefur lært að lifa með mafíunni í New York 16. febrúar 2011 10:58 Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir að APM Terminal höfnin, sem er í eigu Mærsk, borgi óbeint til mafíunnar í gegnum uppblásin laun hafnarverkamanna, jólabónusa og óþarflega marga starfsmenn. Þannig mjólki mafían hafnarverkamennina í gegnum verkalýðsfélög þeirra. Fram kemur í blaðinu að stóraðgerð lögreglunnar í New York nýlega gegn mafíunni þar í borg, þar sem 127 meðlimir glæpasamtakanna voru handteknir, hafi síður en svo slegið á umsvif mafíunnar á fyrrgreindum hafnarsvæðum. Meðal þeirra handteknu voru eru formenn og nokkrir meðlimir verkalýðsfélagsins ILA sem hafnarverkamennirnir heyra til. Samkvæmt Politiken kostar mafíustarfsemin á hafnarsvæði Mærsk skipafélagið margar milljónir dollara á hverju ári. Hinsvegar vill APM Terminal ekki tjá sig um málið. John Crowley lögmaður APM Terminal segir hinsvegar að félagið borgi verkamönnum sínum í samræmi við þá launataxta sem eru í gildi. Að öðru leyti vísar APM Terminal til eftirlitsstofnunarinnar Waterfront Commission. Politiken segir að við vitnaleiðslur hjá Waterfront Commission s.l. haust hafi komið fram að mafían hefur áhrif á starfsemi APM Terminal í gegnum heljargreipar sínar á verkalýðsfélaginu. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir að APM Terminal höfnin, sem er í eigu Mærsk, borgi óbeint til mafíunnar í gegnum uppblásin laun hafnarverkamanna, jólabónusa og óþarflega marga starfsmenn. Þannig mjólki mafían hafnarverkamennina í gegnum verkalýðsfélög þeirra. Fram kemur í blaðinu að stóraðgerð lögreglunnar í New York nýlega gegn mafíunni þar í borg, þar sem 127 meðlimir glæpasamtakanna voru handteknir, hafi síður en svo slegið á umsvif mafíunnar á fyrrgreindum hafnarsvæðum. Meðal þeirra handteknu voru eru formenn og nokkrir meðlimir verkalýðsfélagsins ILA sem hafnarverkamennirnir heyra til. Samkvæmt Politiken kostar mafíustarfsemin á hafnarsvæði Mærsk skipafélagið margar milljónir dollara á hverju ári. Hinsvegar vill APM Terminal ekki tjá sig um málið. John Crowley lögmaður APM Terminal segir hinsvegar að félagið borgi verkamönnum sínum í samræmi við þá launataxta sem eru í gildi. Að öðru leyti vísar APM Terminal til eftirlitsstofnunarinnar Waterfront Commission. Politiken segir að við vitnaleiðslur hjá Waterfront Commission s.l. haust hafi komið fram að mafían hefur áhrif á starfsemi APM Terminal í gegnum heljargreipar sínar á verkalýðsfélaginu.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira