Veikleiki karlmanna Sigurður Páll Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun