Risahamborgarar seljast eins og heitar lummur 11. janúar 2011 10:27 Sala á risahamborgurum sækir í sig veðrið þessa daganna vestur í Bandaríkjunum. Þannig eru nú allt þriggja tíma langar biðraðir fyrir utan The Heart Attack Grill eða Hjartaáfallsgrillið í Arizona þegar það er opið. Þar er hægt að fá franskar kartöflur steikar í svínafeiti og hinn fjórfalda Hjartaþræðingarborgara en hann telur, áhrifamikið eða ógnvekjandi, heilar 8.000 kaloríur. En borgarinn samanstendur líka af tæpu kílói af nautakjöti, átta sneiðum af osti, heilum tómat og hálfum lauk. Staðurinn auglýsir að ef þú getur torgað þessum borgara í einu lagi færðu far í hjólastól út af grillinu. Og það sem mörgum þykir best við Hjartaáfallsgrillið er að allir sem eru yfir 160 kíló að þyngd fá ókeypis að borða. Þó ekki fyrr en hjúkrunarkona hefur athugað viðkomandi. Burger King hefur hoppað á vagninn og hefur hleypt pizzaborgarnum af stokkunum. Sá er 24 sm í þvermál, fylltur með pepperoni og osti, og telur yfir 2.500 kaloríur. Þá má nefna Kleinuhringsborgarann sem staðurinn Crave Shack í New York býður upp á. Þar er einfaldlega um kleinuhring með glassúr að ræða sem fylltur er með kjöti, beikon og osti. Eigandinn hefur ekki hugmynd um hve margar kaloríur eru í honum. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sala á risahamborgurum sækir í sig veðrið þessa daganna vestur í Bandaríkjunum. Þannig eru nú allt þriggja tíma langar biðraðir fyrir utan The Heart Attack Grill eða Hjartaáfallsgrillið í Arizona þegar það er opið. Þar er hægt að fá franskar kartöflur steikar í svínafeiti og hinn fjórfalda Hjartaþræðingarborgara en hann telur, áhrifamikið eða ógnvekjandi, heilar 8.000 kaloríur. En borgarinn samanstendur líka af tæpu kílói af nautakjöti, átta sneiðum af osti, heilum tómat og hálfum lauk. Staðurinn auglýsir að ef þú getur torgað þessum borgara í einu lagi færðu far í hjólastól út af grillinu. Og það sem mörgum þykir best við Hjartaáfallsgrillið er að allir sem eru yfir 160 kíló að þyngd fá ókeypis að borða. Þó ekki fyrr en hjúkrunarkona hefur athugað viðkomandi. Burger King hefur hoppað á vagninn og hefur hleypt pizzaborgarnum af stokkunum. Sá er 24 sm í þvermál, fylltur með pepperoni og osti, og telur yfir 2.500 kaloríur. Þá má nefna Kleinuhringsborgarann sem staðurinn Crave Shack í New York býður upp á. Þar er einfaldlega um kleinuhring með glassúr að ræða sem fylltur er með kjöti, beikon og osti. Eigandinn hefur ekki hugmynd um hve margar kaloríur eru í honum.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira