Fundi fjárlaganefndar lokið - útprent lesið af símtali Davíðs 24. janúar 2011 22:25 Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann. Icesave Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann.
Icesave Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira