Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt 9. febrúar 2011 10:56 Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. Í frétt um málið í Politiken segir að ástæðan fyrir því að þessi meirihluti sé til staðar er óttinn við að Danske Bank falli í framtíðinni. Kristian Thulesen Dahl talsmaður Dansk Folkeparti í fjármálum segir að þeir viti vel um þá þýðingu sem Danske Bank hefur fyrir Danmörku. „Þess vegna vorum við tilbúin með klæðskerasaumaða bankapakka sem bankinn gat fengið lán í gegnum þegar hann lenti í alvarlegum vandræðum," segir Dahl. „Og þess vegna eigum við að biðja bankann um að hafa aukalag af fitu til staðar til að mæta hugsanlegum nýjum vandamálum." Áhyggjur danskra þingmanna snúast ekki um að það séu einhver vandamál til staðar í Danske Bank í dag. Hinsvegar liggur ljóst fyrir að, öfugt við Amagerbanken, hefur danska ríkið hvorki efni né tök á að bjarga Danske Bank ef hann kemst í þrot. Í Politiken segir að þessar áhyggjur af fengið aukið vægi í framhaldi af því að ný alþjóðleg úttekt stimplar Danske Bank sem einn af hættulegustu bönkum Evrópu. Hættulegan að því leiti að efnahagsreikningur hans er á stærð við margfalda landsframleiðslu Danmerkur. Fari svo að Danske Bank láti undan þrýstingi þingmanna myndi slíkt líklega hafa í för með sér að vextir á útlánum bankans myndu hækka um eitt prósentustig að jafnaði. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. Í frétt um málið í Politiken segir að ástæðan fyrir því að þessi meirihluti sé til staðar er óttinn við að Danske Bank falli í framtíðinni. Kristian Thulesen Dahl talsmaður Dansk Folkeparti í fjármálum segir að þeir viti vel um þá þýðingu sem Danske Bank hefur fyrir Danmörku. „Þess vegna vorum við tilbúin með klæðskerasaumaða bankapakka sem bankinn gat fengið lán í gegnum þegar hann lenti í alvarlegum vandræðum," segir Dahl. „Og þess vegna eigum við að biðja bankann um að hafa aukalag af fitu til staðar til að mæta hugsanlegum nýjum vandamálum." Áhyggjur danskra þingmanna snúast ekki um að það séu einhver vandamál til staðar í Danske Bank í dag. Hinsvegar liggur ljóst fyrir að, öfugt við Amagerbanken, hefur danska ríkið hvorki efni né tök á að bjarga Danske Bank ef hann kemst í þrot. Í Politiken segir að þessar áhyggjur af fengið aukið vægi í framhaldi af því að ný alþjóðleg úttekt stimplar Danske Bank sem einn af hættulegustu bönkum Evrópu. Hættulegan að því leiti að efnahagsreikningur hans er á stærð við margfalda landsframleiðslu Danmerkur. Fari svo að Danske Bank láti undan þrýstingi þingmanna myndi slíkt líklega hafa í för með sér að vextir á útlánum bankans myndu hækka um eitt prósentustig að jafnaði.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira