Icesave-viðræður ávallt vingjarnlegar – fréttir um hörku rangar 14. janúar 2011 06:00 Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar. Minnisblaðið birtir mat Breta og Bandaríkjamanna á stöðu mála á þeim tímapunkti. Þeir vonuðust eftir því að íslensk stjórnvöld afstýrðu því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem það gæti þvælt öll mál tengd viðræðum um aðild Íslands að ESB. Heimildarmaður bandarískra sendimanna er Gary Roberts, skrifstofustjóri í breska fjármálaráðuneytinu. Roberts sagði Bandaríkjamönnum að erfitt yrði fyrir Breta að leggjast ekki gegn endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland meðan Icesave-deilan væri óleyst. Endurskoðun væri hvort sem er engum í hag í náinni framtíð þar sem þjóðhagsleg áhrif af ákvörðun forseta Íslands væru óljós. Bretar mundu halda til streitu kröfum um að Íslendingar standi við „skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum" og greiða innstæðutryggingar. Þá sagði Roberts að Bretar vildu ekki tengja Icesave-deiluna umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu. Þeim væri þó nauðugur einn kostur ef málið kæmi til afgreiðslu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en samningar tækjust um Icesave. Icesave Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar. Minnisblaðið birtir mat Breta og Bandaríkjamanna á stöðu mála á þeim tímapunkti. Þeir vonuðust eftir því að íslensk stjórnvöld afstýrðu því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem það gæti þvælt öll mál tengd viðræðum um aðild Íslands að ESB. Heimildarmaður bandarískra sendimanna er Gary Roberts, skrifstofustjóri í breska fjármálaráðuneytinu. Roberts sagði Bandaríkjamönnum að erfitt yrði fyrir Breta að leggjast ekki gegn endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland meðan Icesave-deilan væri óleyst. Endurskoðun væri hvort sem er engum í hag í náinni framtíð þar sem þjóðhagsleg áhrif af ákvörðun forseta Íslands væru óljós. Bretar mundu halda til streitu kröfum um að Íslendingar standi við „skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum" og greiða innstæðutryggingar. Þá sagði Roberts að Bretar vildu ekki tengja Icesave-deiluna umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu. Þeim væri þó nauðugur einn kostur ef málið kæmi til afgreiðslu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en samningar tækjust um Icesave.
Icesave Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira