Ein af stjörnum morgundagsins 3. janúar 2011 00:00 Brynjar Sigurðsson hefur vakið töluverða athygli og var meðal annars valinn ein af stjörnum morgundagsins af Ronan og Erwan Bouroullec. Honum var í kjölfarið boðið að hanna forsíðuna fyrir Wallpaper. Fréttablaðið/Vilhelm Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira