Alfreð og Íris Mist best í Kópavogi 4. janúar 2011 18:32 Frá verðlaunaafhendingunni í kvöld. Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru í kvöld kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu einnig í dag viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsídeildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A landsleik á árinu og var fastamaður í 21árs landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega einbeittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú í til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunktinum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðsfélögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistaraliðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinnur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti. Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru í kvöld kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu einnig í dag viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsídeildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A landsleik á árinu og var fastamaður í 21árs landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega einbeittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú í til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunktinum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðsfélögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistaraliðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinnur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti.
Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira