Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku 19. janúar 2011 10:11 Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira