„Þetta fer að verða réttarfarslegt hneyksli“ 5. febrúar 2011 18:30 Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vonar að Landsdómur komi saman sem fyrst. Hann segir málið hafa verið dregið á langinn af ástæðulausu og talar um réttarfarslegt hneyksli. Líkt og við greindum frá í fréttum í gær mun Landsdómur að öllum líkindum vera kallaður saman í næstu viku í fyrsta sinn í sögu Lýðveldisins. Geir fékk ekki að krefjast þess fyrir Héraðsdómi að málshöfðun Alþingis gegn honum yrði felld niður og kærði þá ákvörðun til Landsdsóms sem í kjölfarði mun þurfa að úrskurða um hæfi dómenda. Þetta mál hefur legið þungt á Geir undanfarið, en hvað finnst honum um tíðindi gærdagsins? „Ég vona að hann komi saman sem fyrst, það hefur verið mín krafa lengi. Því hefur hinsvegar verið hafnað af forseta landsdóms af sérstökum ástæðum. Ég tel að það stefni í að þetta sé að verða réttarfarslegt hneyksli. Ekki bara pólitískt séð þar sem forystumenn Vinsgri Grænna og fleiri eru að koma höggi á gamlan pólitískan andstæðing, mig. Heldur er einnig lögfræðilegt hnneykslismál í uppsiglingu og það þykir mér miður," segir Geir Hann hafi þurft að bíða mánuðum saman aðgerðarlaus og upp hlaðist kostnaður á öllum vígstöðvum. Hann telur að búið sé að draga málið á langinn af ástæðulausu. „Eins og ég segi þá er þetta að verða réttarfarslegt hneyksli, og ég skal fara vel yfir það við gott tækifæri hvað ég meina með því," segir Geir að lokum. Fréttir Landsdómur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vonar að Landsdómur komi saman sem fyrst. Hann segir málið hafa verið dregið á langinn af ástæðulausu og talar um réttarfarslegt hneyksli. Líkt og við greindum frá í fréttum í gær mun Landsdómur að öllum líkindum vera kallaður saman í næstu viku í fyrsta sinn í sögu Lýðveldisins. Geir fékk ekki að krefjast þess fyrir Héraðsdómi að málshöfðun Alþingis gegn honum yrði felld niður og kærði þá ákvörðun til Landsdsóms sem í kjölfarði mun þurfa að úrskurða um hæfi dómenda. Þetta mál hefur legið þungt á Geir undanfarið, en hvað finnst honum um tíðindi gærdagsins? „Ég vona að hann komi saman sem fyrst, það hefur verið mín krafa lengi. Því hefur hinsvegar verið hafnað af forseta landsdóms af sérstökum ástæðum. Ég tel að það stefni í að þetta sé að verða réttarfarslegt hneyksli. Ekki bara pólitískt séð þar sem forystumenn Vinsgri Grænna og fleiri eru að koma höggi á gamlan pólitískan andstæðing, mig. Heldur er einnig lögfræðilegt hnneykslismál í uppsiglingu og það þykir mér miður," segir Geir Hann hafi þurft að bíða mánuðum saman aðgerðarlaus og upp hlaðist kostnaður á öllum vígstöðvum. Hann telur að búið sé að draga málið á langinn af ástæðulausu. „Eins og ég segi þá er þetta að verða réttarfarslegt hneyksli, og ég skal fara vel yfir það við gott tækifæri hvað ég meina með því," segir Geir að lokum.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Sjá meira