Síhækkandi heimsmarkaðsverð á olíu ógnar nú brothættum efnahagsbata í löndum víða um heiminn, að mati Alþjóðlegu orkustofnunarinnar IEA.
Olíuverðið náði 95 dollurum á tunnuna í upphafi vikunnar og hafði þá ekki verið hærra síðan árið 2008.
Í frétt um málið á CNN segir að viðvörunarorð IEA hafi sett þrýsting á OPEC samtök olíuframleiðsluríkja um að aflétta framleiðslutakmörkunum sínum til að verðið lækkaði á ný. Samtökin ákváðu hinsvegar á fundi sínum í síðasta mánuði, að gera það ekki.