Kaupþing eignast aflandsfélög Tchenguiz bróður 14. febrúar 2011 08:36 Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum. The Guardian fjallar um málið í dag en þegar segir að Vincent hafi lagt þessi aflandsfélög að veði Þegar hann reyndi, illu heilli eins og það er orðað, að koma í veg fyrir veðkall Kaupþings á 1,8 milljarða punda lánum til Roberts bróður síns. Fjallað var um það mál á vísir.is nýlega. Í blaðinu kemur fram að undirliggjandi eignir í þessum aflandsfélögum séu hugsanlega margra milljarða punda virði. Eignirnar eru á Bretlandseyjum og telja m.a. þúsundir af McCarthy & Stone elliheimilaíbúðum, nokkra lúxusíbúðakjarna meðfram Thames ánni og Putney Warf turninn. Í umfjöllun Guardian er vitnað í réttarskjöl í máli því sem fjölskyldusjóður þeirra Tchenguiz bræðra hefur höfðað gegn Kaupþingi. Samkvæmt þeim skjölum er um að ræða 14 eignarhaldsfélög á Jómfrúreyjum og fjögur önnur félög á Bretlandseyjum sem Kaupþing hefur leyst til sín. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista. Tengdar fréttir Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10. febrúar 2011 07:16 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum. The Guardian fjallar um málið í dag en þegar segir að Vincent hafi lagt þessi aflandsfélög að veði Þegar hann reyndi, illu heilli eins og það er orðað, að koma í veg fyrir veðkall Kaupþings á 1,8 milljarða punda lánum til Roberts bróður síns. Fjallað var um það mál á vísir.is nýlega. Í blaðinu kemur fram að undirliggjandi eignir í þessum aflandsfélögum séu hugsanlega margra milljarða punda virði. Eignirnar eru á Bretlandseyjum og telja m.a. þúsundir af McCarthy & Stone elliheimilaíbúðum, nokkra lúxusíbúðakjarna meðfram Thames ánni og Putney Warf turninn. Í umfjöllun Guardian er vitnað í réttarskjöl í máli því sem fjölskyldusjóður þeirra Tchenguiz bræðra hefur höfðað gegn Kaupþingi. Samkvæmt þeim skjölum er um að ræða 14 eignarhaldsfélög á Jómfrúreyjum og fjögur önnur félög á Bretlandseyjum sem Kaupþing hefur leyst til sín. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista.
Tengdar fréttir Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10. febrúar 2011 07:16 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10. febrúar 2011 07:16