Sjórán kosta dönsk skipafélög milljarða 21. janúar 2011 08:18 Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sjórán kosta dönsk skipafélög allt að milljarði danskra kr. á hverju ári eða yfir 20 milljarða kr. Samband danskra skipafélaga (Danmarks Rederiforening) er búinn að fá nóg af ástandinu og krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Þar er haft eftir Jan Fritz Hansen varaforseta sambandsins að engin spurning væri um að kostnaðurinn vegna sjórána hefði aukist með hverju árinu undanfarin ár. Fyrir utan lausnargjöldin sem skipafélögin þurfa að borga sjóræningjum felst kostnaður skipafélaganna m.a. í hærri tryggingum og skaðabótum til sjómanna sem teknir hafa verið sem gíslar. Þar til viðbótar kemur menntun fyrir sjómenn, breytingar á siglingaleiðum og það sem kallast "glötuð tækifæri". Þar er átt við að skipafélögin sigli ekki á ákveðnar hafnar vegna hættunnar á sjóránum. Samkvæmt gáfnaveitunni Chatham House í London kosta sjórán efnahagskerfi heimsins 7 til 12 milljarða dollara á hverju ári. Um 95% af þeirri upphæð er á ábyrgð sjóræningja sem „gera út" frá Sómalíu. Frá árinu 2006 hafa 1.600 sjórán verið framin sem kostað hafa 54 sjómenn lífið. Samkvæmt alþjóðasambandi skipafélaga ICC jukust sjórán úr 410 árið 2009 og upp í 445 í fyrra. ICC segir að ástandið sé orðið óásættanlegt. Jan Fritz Hansen segir að sjóræningjar noti nú flutningaskip sem þeir ræna í auknum mæli til fleiri sjórána. Þannig geti þeir athafnað sig á stærra hafsvæði eða langt út á Indlandshaf.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira