Viðureign mín og Spánverja Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. janúar 2011 06:00 Ég hef sjaldan verið jafn drjúgur með mig og þann 22. ágúst 2008. Daginn sem Íslendingar unnu Spánverja í undanúrslitaleik í handbolta á Ólympíuleikunum í Beijing. Ég fylgdist með leiknum á veitingahúsinu Vegamót á Bíldudal. Ég man að skömmu fyrir leik hitti ég Jón Kr. sem er einn ástsælasti listamaður okkar Bílddælinga. Hann sat þá að snæðingi en ég spurði hvort hann ætlaði ekki að horfa á leikinn. Hann svaraði einhvernvegin á þessa leið: "Horfa á leikinn? Hvað koma þessir handboltapungar oft að horfa á mig?" Mig rak ekki minni til þess að þeir hefðu nokkurn tímann gert það. "Nei, það er nefnilega það," sagði Jón Kr. og snéri upp á sig. Þótti mér þetta vel mælt hjá nafna en afréð þó að horfa á leikinn. Þegar nokkrar mínútur eru eftir og ljóst orðið að Ísland myndi gjörsigra Spanjólanna kemur hópur spænskra ferðamanna á Vegamót að fá sér Bíldudals-bacalao. Annan eins hvalreka hafði ég ekki orðið vitni að í Arnarfirði. Ég vind mér að hópnum til að gamna mér og spyr samkvæmt íslenskri hefð hvernig fólkið kunni við landið. Síðan benti ég þeim á að ekki væri nóg með að hlíðin væri fögur og landkostir góðir heldur byggju hér kappar miklir eins og til dæmis þeir sem nú væru að taka spænska landsliðið í karphúsið. Var mér skemmt en þeim síður og féll tal okkar niður. Síðastliðinn mánudag var síðan komið að reikningsskilum. Þá var ég á Azahara kránni í spænska bænum Priego de Córdoba. Ég var einn innan um Spánverjanna, meira að segja íslenska bjartsýnin yfirgaf mig strax í fyrri hálfleik. Varð ég því að sitja undir gorti álíka því og ég hafði viðhaft á mínum heimaslóðum síðsumars árið 2008. Ekki nóg með það heldur fékk ég annan skammt af slíku þar sem ég hélt tölu í framhaldsskóla í bænum síðar um daginn. Kom ég þar sem gestakennari í sagnfræði. Þurftu nemendur að hafa mörg orð um ófarir landa minna fyrr um daginn. Síðan rakti ég samband Íslands og Spánar í gegnum tíðina. Er það mál manna að ég hafi talað um Spánverjavíginn af mikilli innlifun. Miskunarlaus reikningsskil eftir heimskulega typpastæla; sá er jafnan endir á Íslendingasögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun
Ég hef sjaldan verið jafn drjúgur með mig og þann 22. ágúst 2008. Daginn sem Íslendingar unnu Spánverja í undanúrslitaleik í handbolta á Ólympíuleikunum í Beijing. Ég fylgdist með leiknum á veitingahúsinu Vegamót á Bíldudal. Ég man að skömmu fyrir leik hitti ég Jón Kr. sem er einn ástsælasti listamaður okkar Bílddælinga. Hann sat þá að snæðingi en ég spurði hvort hann ætlaði ekki að horfa á leikinn. Hann svaraði einhvernvegin á þessa leið: "Horfa á leikinn? Hvað koma þessir handboltapungar oft að horfa á mig?" Mig rak ekki minni til þess að þeir hefðu nokkurn tímann gert það. "Nei, það er nefnilega það," sagði Jón Kr. og snéri upp á sig. Þótti mér þetta vel mælt hjá nafna en afréð þó að horfa á leikinn. Þegar nokkrar mínútur eru eftir og ljóst orðið að Ísland myndi gjörsigra Spanjólanna kemur hópur spænskra ferðamanna á Vegamót að fá sér Bíldudals-bacalao. Annan eins hvalreka hafði ég ekki orðið vitni að í Arnarfirði. Ég vind mér að hópnum til að gamna mér og spyr samkvæmt íslenskri hefð hvernig fólkið kunni við landið. Síðan benti ég þeim á að ekki væri nóg með að hlíðin væri fögur og landkostir góðir heldur byggju hér kappar miklir eins og til dæmis þeir sem nú væru að taka spænska landsliðið í karphúsið. Var mér skemmt en þeim síður og féll tal okkar niður. Síðastliðinn mánudag var síðan komið að reikningsskilum. Þá var ég á Azahara kránni í spænska bænum Priego de Córdoba. Ég var einn innan um Spánverjanna, meira að segja íslenska bjartsýnin yfirgaf mig strax í fyrri hálfleik. Varð ég því að sitja undir gorti álíka því og ég hafði viðhaft á mínum heimaslóðum síðsumars árið 2008. Ekki nóg með það heldur fékk ég annan skammt af slíku þar sem ég hélt tölu í framhaldsskóla í bænum síðar um daginn. Kom ég þar sem gestakennari í sagnfræði. Þurftu nemendur að hafa mörg orð um ófarir landa minna fyrr um daginn. Síðan rakti ég samband Íslands og Spánar í gegnum tíðina. Er það mál manna að ég hafi talað um Spánverjavíginn af mikilli innlifun. Miskunarlaus reikningsskil eftir heimskulega typpastæla; sá er jafnan endir á Íslendingasögum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun