Forsetinn fær 38 þúsund undirskriftir á morgun 17. febrúar 2011 18:48 Frá mótmælum á Austurvelli Mynd/Vilhelm Gunnarsson Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann. Forseti Íslands bauð aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar að skila undirskriftunum klukkan þrjú í dag en þeir báðu um frest svo Credit Info gæti samkeyrt kennitölur og nöfn á listanum við þjóðskrá. Tæplega 38 þúsund undirskriftir verða því afhentar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Talsamaður söfnunarinnar minnir á að 30 þingmenn hafi greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu en 33 verið á móti þótt mikill meirihluti þingmanna hafi samþykkt Icesavelögin. Hann sé sannfærður um að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar. „Þessi viðbrögð frá þjóðinni, frá fólkinu í landinu, eru án fordæmis, við höfum aldrei séð jafnmikinn þunga eins og á þessum undirskriftarlista," segir Hallur Hallsson talsmaður Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þetta eru nokkur þúsund fleiri undirskriftir en bárust forseta vegna fjölmiðlalaganna árið 2004 en um 18 þúsund færri en Indefence safnaði og afhenti forsetanum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars í fyrra. Hallur segir ekki mörg dæmi um að reynt hafi verið að falsa undirskriftir fólks á listanum. Hann segir að ekki sé hægt að skoða hver sé á listanum. Það sé gert til að gæta persónuverndar en IP-tölur og kennitölur hafi verið bornar saman við nöfn fólks á listanum. „Það eru fagaðilar sem horfa yfir öxlina á okkur, þegar því öllu er lokið, getur forsetinn gert sínar kannanir eins og hann telur séu viðeigandi," segir Hallur að lokum. Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann. Forseti Íslands bauð aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar að skila undirskriftunum klukkan þrjú í dag en þeir báðu um frest svo Credit Info gæti samkeyrt kennitölur og nöfn á listanum við þjóðskrá. Tæplega 38 þúsund undirskriftir verða því afhentar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Talsamaður söfnunarinnar minnir á að 30 þingmenn hafi greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu en 33 verið á móti þótt mikill meirihluti þingmanna hafi samþykkt Icesavelögin. Hann sé sannfærður um að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar. „Þessi viðbrögð frá þjóðinni, frá fólkinu í landinu, eru án fordæmis, við höfum aldrei séð jafnmikinn þunga eins og á þessum undirskriftarlista," segir Hallur Hallsson talsmaður Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þetta eru nokkur þúsund fleiri undirskriftir en bárust forseta vegna fjölmiðlalaganna árið 2004 en um 18 þúsund færri en Indefence safnaði og afhenti forsetanum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars í fyrra. Hallur segir ekki mörg dæmi um að reynt hafi verið að falsa undirskriftir fólks á listanum. Hann segir að ekki sé hægt að skoða hver sé á listanum. Það sé gert til að gæta persónuverndar en IP-tölur og kennitölur hafi verið bornar saman við nöfn fólks á listanum. „Það eru fagaðilar sem horfa yfir öxlina á okkur, þegar því öllu er lokið, getur forsetinn gert sínar kannanir eins og hann telur séu viðeigandi," segir Hallur að lokum.
Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira