Trúnaði af símtali Davíðs og Kings verði aflétt 25. janúar 2011 14:48 Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt. Símtalið var lesið upp fyrir fulltrúa fjárlaganefndar í gær en Davíð hefur haldið því fram að bankastjórinn hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Sjálfur hefur breski bankastjórinn sagt að hann vissi ekki að símtal hans við Davíð væri hljóðritað. Kristján sagði að miklar umræður hefðu sprottið upp í fjölmiðlum og í þinginu um hvað fór þeim á milli. Hann líkti málinu við Icesave málið sem var trúnaðarmál í upphafi en það hafi svo verið gert opinbert. Það sama ætti að gilda um samtal bankastjóranna. Kristján spurði á Alþingi í dag hvort að til væru reglur sem færu með trúnaðarupplýsingar. „Þetta minnir á það þegar við byrjuðum umræðurnar um Icesave, þá var fullur trúnaður og svo mikill á gögnum málsins að þetta var lokað af inni í herbergi og þangað inn þurfti talnalás og lesa þurfti gögnin undir öryggisvörslur. Sem betur fer var þessu létt af." „En í ljósi þessarar umræðu vil ég upplýsa um það að ég óskaði eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á það að trúnaði af þessu samtali yrði aflétt þannig að menn losni undan þeirri pressu sem verið hefur á þeim allt frá því að fundi lauk í gærkvöldi," sagði Kristján. Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt. Símtalið var lesið upp fyrir fulltrúa fjárlaganefndar í gær en Davíð hefur haldið því fram að bankastjórinn hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Sjálfur hefur breski bankastjórinn sagt að hann vissi ekki að símtal hans við Davíð væri hljóðritað. Kristján sagði að miklar umræður hefðu sprottið upp í fjölmiðlum og í þinginu um hvað fór þeim á milli. Hann líkti málinu við Icesave málið sem var trúnaðarmál í upphafi en það hafi svo verið gert opinbert. Það sama ætti að gilda um samtal bankastjóranna. Kristján spurði á Alþingi í dag hvort að til væru reglur sem færu með trúnaðarupplýsingar. „Þetta minnir á það þegar við byrjuðum umræðurnar um Icesave, þá var fullur trúnaður og svo mikill á gögnum málsins að þetta var lokað af inni í herbergi og þangað inn þurfti talnalás og lesa þurfti gögnin undir öryggisvörslur. Sem betur fer var þessu létt af." „En í ljósi þessarar umræðu vil ég upplýsa um það að ég óskaði eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á það að trúnaði af þessu samtali yrði aflétt þannig að menn losni undan þeirri pressu sem verið hefur á þeim allt frá því að fundi lauk í gærkvöldi," sagði Kristján.
Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira