Stórt innherjasvikamál upplýst á Wall Street 9. febrúar 2011 14:21 Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. Fjallað er um málið á Financial Times. Þar segir að fjórmennirnar þessir hafi náð að svíkja út um 30 milljónir dollara eða um 3,4 milljarða kr. með því að nota sér innherjaupplýsingar á ólögmætan hátt. Málið er eitt af þeim stærri sem fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur haft til rannsóknar um innherjasvik á Wall Street. Fram kemur að það er einkum í vogunarsjóðum sem innri vitneskja er nýtt m.a. um komandi ársfjórðungsuppgjör hjá fyrirtækjum. Forstjórarnir tveir voru reknir frá SAC Captial í fyrra fyrir að standa sig ekki í stykkinu að því er segir í tilkynningu frá sjóðnum. Jafnframt lýsir sjóðurinn yfir hneykslun sinni á framferði þeirra. Þeir hafa báðir lýst yfir sekt sinni. Samhliða því að lýsa sig seka hafa þeir tveir unnið með FBI að rannsókn lögreglunnar á málinu. Þar hafa þeir meðal annars lagt fram upptöku af símtali við Samir Barai stofnanda vogunarsjóðsins Barai Capital sem er einn þeirra fjögurra. Í upptökunni má heyra þá ræða saman um eyðingu á gögnum af UBS-lyklum en í gögnunum voru innherjaupplýsingar frá ýmsum fyrirtækjum. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. Fjallað er um málið á Financial Times. Þar segir að fjórmennirnar þessir hafi náð að svíkja út um 30 milljónir dollara eða um 3,4 milljarða kr. með því að nota sér innherjaupplýsingar á ólögmætan hátt. Málið er eitt af þeim stærri sem fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur haft til rannsóknar um innherjasvik á Wall Street. Fram kemur að það er einkum í vogunarsjóðum sem innri vitneskja er nýtt m.a. um komandi ársfjórðungsuppgjör hjá fyrirtækjum. Forstjórarnir tveir voru reknir frá SAC Captial í fyrra fyrir að standa sig ekki í stykkinu að því er segir í tilkynningu frá sjóðnum. Jafnframt lýsir sjóðurinn yfir hneykslun sinni á framferði þeirra. Þeir hafa báðir lýst yfir sekt sinni. Samhliða því að lýsa sig seka hafa þeir tveir unnið með FBI að rannsókn lögreglunnar á málinu. Þar hafa þeir meðal annars lagt fram upptöku af símtali við Samir Barai stofnanda vogunarsjóðsins Barai Capital sem er einn þeirra fjögurra. Í upptökunni má heyra þá ræða saman um eyðingu á gögnum af UBS-lyklum en í gögnunum voru innherjaupplýsingar frá ýmsum fyrirtækjum.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira