Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Símon Birgisson skrifar 9. febrúar 2011 19:34 Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli." Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli."
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira