Verður stærsta kauphöll heims 10. febrúar 2011 11:45 Gangi allt eftir verður Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, innan skamms stjórnarformaður einnar stærstu kauphallar í heimi. Fréttablaðið/AFP Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira