SUS gagnrýnir sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 17:07 Ólafur Örn Níelsen er formaður SUS. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu. Icesave Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.
Icesave Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira