Ungur piltur í Bretlandi fékk óblíðar viðtökur frá skipulagsforritinu Siri þegar hann forvitnaðist um íbúafjölda jarðarinnar.
Pilturinn lék sér með sýningareintak af iPhone 4S snjallsímanum í versluninni Tesco í Coventry. Hann spurði Siri hversu margar manneskjur væru í heiminum. Siri sagði piltinum að halda kjafti.
Formælingar forritsins fóru fyrir brjóstið á móður drengsins og leitaði hún til næsta starfsmanns og sagði honum frá munnsöfnuði forritsins.
Í tilkynningu frá Tesco kemur fram að um gallað eintak af iPhone 4S hafi verið að ræða.
Munnsöfnuður Siri hneykslar mæðgin
