Staðan var 10-0 fyrir Cincinnati í öðrum leikhluta þegar leikstjórnandinn Andy Dalton fann Simpson frían út á kanti. Simpson keyrði í átt að markinu en í veg fyrir honum stóð varnarmaðurinn Daryl Washington sem er 188 sm og 106 kg.
Í stað þess að keyra inn í Daryl Washington reyndi hann þess í stað heljarstökk yfir hann sem heppnaðist fullkomlega. Simpson lenti á báðum fótum með boltann í hendinni og þetta snertimark kom Cincinnati í 16-0 í leiknum.

Þetta er eitt allra flottasta snertimark tímabilsins og uppreisn æru fyrir Jerome Simpson sem hefur verið í vandræðum innan sem utan vallar.