Okkar val Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. desember 2011 09:45 Varla kemur nokkrum manni á óvart að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna Icesave-málsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síðasta Icesave-samninginn í apríl síðastliðnum snerist einmitt um tvo kosti; að ljúka málinu með samningum við Bretland og Holland eða að útkljá það fyrir EFTA-dómstólnum. Samningamenn Íslands og margir fleiri töluðu skýrt um þessa kosti. Munurinn á samningaleiðinni og dómstólaleiðinni er að í dómstólaleiðinni felst meiri áhætta. Með samningum er hægt að hafa stjórn á niðurstöðunni, gefa eftir í einum þætti málsins til að hafa sitt fram í öðrum. Niðurstaðan verður sú sem aðilar ná samkomulagi um. Eðli málsins samkvæmt er hún málamiðlun og hvorugur er fyllilega ánægður. Fyrir dómstóli er sá möguleiki fyrir hendi að hafa allt sitt fram. En þar er líka hægt að tapa öllu. Hugsanlega verður niðurstaða EFTA-dómstólsins Íslandi hagstæð. En það er líka til í dæminu að niðurstaðan verði sú að Íslandi beri að greiða meira en innistæðutrygginguna til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda, eða þá að dómurinn komist að annarri niðurstöðu um vextina í málinu. Hvort tveggja gæti kostað Ísland gífurlegar fjárhæðir. Verði það niðurstaðan verða menn einfaldlega að vera við því búnir. Íslenzkir kjósendur þekktu kostina þegar þeir gengu til atkvæða um Icesave-samninginn. Þeim hafði verið bent á þá áhættu sem kynni að felast í dómstólaleiðinni. Meirihlutinn tók engu að síður þann kostinn fram yfir samninginn sem lá fyrir. Við getum lítið sagt, verði niðurstaðan okkur í óhag. Nú skiptir máli að halda vel á málstað Íslands og fá til þess færustu lögfræðinga, þótt það geti orðið dýrt. Það er svolítið skondið að heyra nú stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem töldu samningaleiðina áhættuminni en dómstólaleiðina, tala af nýfenginni kokhreysti um sterkan málstað Íslands í dómsmálinu. En þeir eiga í raun engan annan kost. Við getum búizt við að lýðskrumarar innan þings og utan haldi áfram að nota Icesave-málið til að draga upp mynd af vondu útlendingunum sem vilji klekkja á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var byrjaður á því í gær; taldi að ákvörðun ESA hefði eitthvað með ástandið innan Evrópusambandsins að gera. Hann gleymir því eins og stundum áður að ESA er ekki stofnun vondu útlendinganna í ESB; hún er stofnun okkar og hinna smáríkjanna í EFTA. Hún tekur ákvarðanir út frá lögfræði. Og í 29 samningsbrotamálum sem hún hefur höfðað gegn aðildarríkjunum fyrir EFTA-dómstólnum hefur hún haft sigur í 27. Þegar niðurstaða EFTA-dómstólsins liggur fyrir, hvort sem hún verður Íslandi í hag eða óhag, verður eitt á hreinu: Málið fór í dóm af því að það var val meirihluta íslenzkra kjósenda. Það er ekki hægt að færa ábyrgðina yfir á neinn annan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Varla kemur nokkrum manni á óvart að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna Icesave-málsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síðasta Icesave-samninginn í apríl síðastliðnum snerist einmitt um tvo kosti; að ljúka málinu með samningum við Bretland og Holland eða að útkljá það fyrir EFTA-dómstólnum. Samningamenn Íslands og margir fleiri töluðu skýrt um þessa kosti. Munurinn á samningaleiðinni og dómstólaleiðinni er að í dómstólaleiðinni felst meiri áhætta. Með samningum er hægt að hafa stjórn á niðurstöðunni, gefa eftir í einum þætti málsins til að hafa sitt fram í öðrum. Niðurstaðan verður sú sem aðilar ná samkomulagi um. Eðli málsins samkvæmt er hún málamiðlun og hvorugur er fyllilega ánægður. Fyrir dómstóli er sá möguleiki fyrir hendi að hafa allt sitt fram. En þar er líka hægt að tapa öllu. Hugsanlega verður niðurstaða EFTA-dómstólsins Íslandi hagstæð. En það er líka til í dæminu að niðurstaðan verði sú að Íslandi beri að greiða meira en innistæðutrygginguna til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda, eða þá að dómurinn komist að annarri niðurstöðu um vextina í málinu. Hvort tveggja gæti kostað Ísland gífurlegar fjárhæðir. Verði það niðurstaðan verða menn einfaldlega að vera við því búnir. Íslenzkir kjósendur þekktu kostina þegar þeir gengu til atkvæða um Icesave-samninginn. Þeim hafði verið bent á þá áhættu sem kynni að felast í dómstólaleiðinni. Meirihlutinn tók engu að síður þann kostinn fram yfir samninginn sem lá fyrir. Við getum lítið sagt, verði niðurstaðan okkur í óhag. Nú skiptir máli að halda vel á málstað Íslands og fá til þess færustu lögfræðinga, þótt það geti orðið dýrt. Það er svolítið skondið að heyra nú stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem töldu samningaleiðina áhættuminni en dómstólaleiðina, tala af nýfenginni kokhreysti um sterkan málstað Íslands í dómsmálinu. En þeir eiga í raun engan annan kost. Við getum búizt við að lýðskrumarar innan þings og utan haldi áfram að nota Icesave-málið til að draga upp mynd af vondu útlendingunum sem vilji klekkja á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var byrjaður á því í gær; taldi að ákvörðun ESA hefði eitthvað með ástandið innan Evrópusambandsins að gera. Hann gleymir því eins og stundum áður að ESA er ekki stofnun vondu útlendinganna í ESB; hún er stofnun okkar og hinna smáríkjanna í EFTA. Hún tekur ákvarðanir út frá lögfræði. Og í 29 samningsbrotamálum sem hún hefur höfðað gegn aðildarríkjunum fyrir EFTA-dómstólnum hefur hún haft sigur í 27. Þegar niðurstaða EFTA-dómstólsins liggur fyrir, hvort sem hún verður Íslandi í hag eða óhag, verður eitt á hreinu: Málið fór í dóm af því að það var val meirihluta íslenzkra kjósenda. Það er ekki hægt að færa ábyrgðina yfir á neinn annan.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun