Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og lauk keppni í 42.-49. sæti.
Samtals lék Birgir Leifur á 287 höggum eða einu undir pari. Hann var nokkrum höggum frá því að komast áfram en aðeins 20 efstu kylfingarnir eða svo komast áfram á næsta stig.
Það varð Birgir Leifi að falli að hann lék á fimm höggum yfir pari fyrsta keppnisdaginn og var þá á meðal neðstu manna. Hann hefur spilað ágætlega síðan þá en það dugði ekki til.
Birgir Leifur reyndi einnig að komast inn á bandarísku atvinnumótaröðina en féll úr leik þar á öðru stigi úrtökumótaraðarinnar.
