Kvóti í Bíldsfellinu Karl Lúðvíksson skrifar 7. desember 2011 10:54 Kvóti hefur verið settur á í Bíldsfelli fyrir sumarið 2012 Mynd af www.svfr.is Fyrir sumarið 2012 hefur verið settur rúmur kvóti á svæðum SVFR í Soginu. Hann er nú sex laxar á hvern stangardag fram til 1. september. Eftir þann tíma er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Eins og liggur í augum uppi þegar skoðuð er meðalveiði í Soginu, þá hefur þessi rúmi kvóti áhrif á fæsta veiðimenn. Hins vegar hafa komið upp dæmi í seinni tíð þar sem að veiðin hefur verið mjög mikil yfir miðsumarið í Soginu, og sérstaklega eftir að netaleigan hófst niður við Selfoss. Hafa sést miklir öfgar í veiðitölum á milli daga þegar göngur renna sér inn í Sogið, þá sérstaklega í Bíldsfelli. Þess má geta að eftir sem áður má sleppa veiddum laxi eftir að kvóta er náð. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Sogið Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði
Fyrir sumarið 2012 hefur verið settur rúmur kvóti á svæðum SVFR í Soginu. Hann er nú sex laxar á hvern stangardag fram til 1. september. Eftir þann tíma er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Eins og liggur í augum uppi þegar skoðuð er meðalveiði í Soginu, þá hefur þessi rúmi kvóti áhrif á fæsta veiðimenn. Hins vegar hafa komið upp dæmi í seinni tíð þar sem að veiðin hefur verið mjög mikil yfir miðsumarið í Soginu, og sérstaklega eftir að netaleigan hófst niður við Selfoss. Hafa sést miklir öfgar í veiðitölum á milli daga þegar göngur renna sér inn í Sogið, þá sérstaklega í Bíldsfelli. Þess má geta að eftir sem áður má sleppa veiddum laxi eftir að kvóta er náð. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Sogið Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði