Vettel tók á móti heimsmeistarabikarnum 10. desember 2011 00:01 Jean Todt, forseti FIA afhendir Sebastian Vettel heimsmeistarabikarinn, en Jenson Button og Mark Webber tóku einnig á móti verðlaunum á verðlaunaafhendingu FIA. MYND: FIA Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu. „Það er frábært að vera hérna í Indlandi á hátíð FIA og taka á móti bikarnum í annað skiptið. Ég hef haft bikarinn í húsinu mínu allt árið og vildi ekki skila honum, þannig að þetta skiptir mig miklu máli", sagði Vettel á afhendingunni, samkvæmt frétt á autosport.com. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig er að vinna á ný. Liðið hélt einbeitingu og gerði fá mistök og ég vil þakka því fyrir áhrifamikið framlag. Ég vil líka þakka Renault sem lagði svo hart að sér", sagði Vettel, en Renault vélar voru um borð í keppnisbílum Red Bull í mótum ársins. Vettel vann ellefu Formúlu 1 mót á keppnistímabilinu og hlaut samtals 392 stig í stigamóti ökumanna. Jenson Button hjá McLaren liðinu varð annar með 270 stig og Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull varð þriðji með 258 stig. Bæði Button og Webber tóku á móti verðlaunum fyrir árangur sinn á verðlaunaafhendingu FIA eins og Vettel. Christian Horner tók á móti heimsmeistarabikar bílasmiða, en Red Bull liðið sem hann er yfirmaður hjá vann meistaratitilinn í ár, rétt eins og í fyrra. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Fornúlu 1 á sérstakri verðlaunahátíð FIA, alþjóðabílasambandsins sem fór fram í Nýju Delí í Indlandi í gærkvöldi. Jean Todt forseti FIA afhenti Vettel bikarinn, en Vettel tryggði sér meistaratitilinn í Formúlu 1 annað árið í röð á þessu keppnistímabili með Red Bull liðinu. „Það er frábært að vera hérna í Indlandi á hátíð FIA og taka á móti bikarnum í annað skiptið. Ég hef haft bikarinn í húsinu mínu allt árið og vildi ekki skila honum, þannig að þetta skiptir mig miklu máli", sagði Vettel á afhendingunni, samkvæmt frétt á autosport.com. „Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig er að vinna á ný. Liðið hélt einbeitingu og gerði fá mistök og ég vil þakka því fyrir áhrifamikið framlag. Ég vil líka þakka Renault sem lagði svo hart að sér", sagði Vettel, en Renault vélar voru um borð í keppnisbílum Red Bull í mótum ársins. Vettel vann ellefu Formúlu 1 mót á keppnistímabilinu og hlaut samtals 392 stig í stigamóti ökumanna. Jenson Button hjá McLaren liðinu varð annar með 270 stig og Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull varð þriðji með 258 stig. Bæði Button og Webber tóku á móti verðlaunum fyrir árangur sinn á verðlaunaafhendingu FIA eins og Vettel. Christian Horner tók á móti heimsmeistarabikar bílasmiða, en Red Bull liðið sem hann er yfirmaður hjá vann meistaratitilinn í ár, rétt eins og í fyrra.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira