Tæknifyrirtæki uggandi yfir hugsanlegri löggjöf 21. nóvember 2011 10:55 Verði frumvarpið samþykkt þarf Google að sía út vefsíður sem taldnar eru geyma efni sem brýtur á höfundarrétti. mynd/AFP Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins. Líklega verður kosið um frumvarpið í næsta mánuði. Verði það samþykkt fá yfirvöld í Bandaríkjunum vald til að loka á allar þær vefsíður sem taldnar eru geyma efni sem brýtur á höfundarrétti. Að auki geta yfirvöld lögsótt fyrirtæki eða samtök sem stand að baki vefsíðunum. Margar stofnanir og samtök í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi sínum við frumvarpið, þar á meðal eru Kvikmyndasamtök Bandaríkjanna, Bandalag tónlistarmanna í Bandaríkjunum og Leikstjórnarsamtök Bandaríkjanna. Einnig hafa lyfjafyrirtæki stutt frumvarpið en verði það samþykkt verður hægt að loka á vefapótek sem bjóða ódýrari lyf. Þó eru ekki allir ánægðir með frumvarpið. Mörg tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna löggjafarinnar. Í síðustu viku birtu AOL, eBay, Facebook, Google og Twitter heilsíðu auglýsingu í The New York Times þar sem frumvarpið var gagnrýnt. Tækni Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins. Líklega verður kosið um frumvarpið í næsta mánuði. Verði það samþykkt fá yfirvöld í Bandaríkjunum vald til að loka á allar þær vefsíður sem taldnar eru geyma efni sem brýtur á höfundarrétti. Að auki geta yfirvöld lögsótt fyrirtæki eða samtök sem stand að baki vefsíðunum. Margar stofnanir og samtök í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi sínum við frumvarpið, þar á meðal eru Kvikmyndasamtök Bandaríkjanna, Bandalag tónlistarmanna í Bandaríkjunum og Leikstjórnarsamtök Bandaríkjanna. Einnig hafa lyfjafyrirtæki stutt frumvarpið en verði það samþykkt verður hægt að loka á vefapótek sem bjóða ódýrari lyf. Þó eru ekki allir ánægðir með frumvarpið. Mörg tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna löggjafarinnar. Í síðustu viku birtu AOL, eBay, Facebook, Google og Twitter heilsíðu auglýsingu í The New York Times þar sem frumvarpið var gagnrýnt.
Tækni Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira