Veiðum sjálfhætt á silungasvæði Andakílsár Karl Lúðvíksson skrifar 29. nóvember 2011 13:01 Mynd af www.svfr.is Ákveðið hefur verið að hætta sölu veiðileyfa á silungasvæðið í Andakílsá og vorveiði í Hítará á Mýrum. Veiðin hefur ekki staðið undir væntingum. Hér eftir mun silungasvæði Andakílsár einfaldlega falla inn í laxveiðisvæði árinnar. Því verður ekkert silungasvæði í ánni og munu laxveiðimenn veiða alla ána með stöngunum tveimur. Í framhaldinu munu veiðimenn hafa ögn meira olnbogarými. Veiði á silungasvæðinu hefur verið ótrúlega lítil undanfarin ár. Má rekja það til hruns í bleikjustofnum í Borgarfirði, sem hafa hríðfallið líkt og víða annarsstaðar á landinu. Eins er ókannað hver áhrif Flundru eru á aðra stofna á ósasvæðum Hvítár, en þau mál hafa ekki verið skoðuð ofan í kjölinn. Hið sama er upp á teningnum við Hítará á Mýrum. Áður fyrr gat helgarveiði á bleikju numið tugum fiskum að vori, og þá mjög gjarnan geldbleikju. Þessi veiði heyrir nú sögunni til, og einna helst að menn reki í hoplax á leið til sjávar. Því verður vorveiði í Hítará einfaldlega ekki í boði áfram, a.m.k. ekki á meðan bleikjustofn árinnar er nánast ekki fyrir hendi. Báðir ofangreindir kostir hafa verið vinsælir meðal veiðimanna þrátt fyrir slaka veiði. Ástæðan hefur verið að þeim hafa fylgt veiðihús sem hefur verið innifalið í veiðileyfaverði. Veiðihúsið sem fylgdi silungasvæði Andakílsár verður í framhaldinu flutt á brott, og Lundur við Hítará verður ekki til leigu á vordögum eitt og sér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Ákveðið hefur verið að hætta sölu veiðileyfa á silungasvæðið í Andakílsá og vorveiði í Hítará á Mýrum. Veiðin hefur ekki staðið undir væntingum. Hér eftir mun silungasvæði Andakílsár einfaldlega falla inn í laxveiðisvæði árinnar. Því verður ekkert silungasvæði í ánni og munu laxveiðimenn veiða alla ána með stöngunum tveimur. Í framhaldinu munu veiðimenn hafa ögn meira olnbogarými. Veiði á silungasvæðinu hefur verið ótrúlega lítil undanfarin ár. Má rekja það til hruns í bleikjustofnum í Borgarfirði, sem hafa hríðfallið líkt og víða annarsstaðar á landinu. Eins er ókannað hver áhrif Flundru eru á aðra stofna á ósasvæðum Hvítár, en þau mál hafa ekki verið skoðuð ofan í kjölinn. Hið sama er upp á teningnum við Hítará á Mýrum. Áður fyrr gat helgarveiði á bleikju numið tugum fiskum að vori, og þá mjög gjarnan geldbleikju. Þessi veiði heyrir nú sögunni til, og einna helst að menn reki í hoplax á leið til sjávar. Því verður vorveiði í Hítará einfaldlega ekki í boði áfram, a.m.k. ekki á meðan bleikjustofn árinnar er nánast ekki fyrir hendi. Báðir ofangreindir kostir hafa verið vinsælir meðal veiðimanna þrátt fyrir slaka veiði. Ástæðan hefur verið að þeim hafa fylgt veiðihús sem hefur verið innifalið í veiðileyfaverði. Veiðihúsið sem fylgdi silungasvæði Andakílsár verður í framhaldinu flutt á brott, og Lundur við Hítará verður ekki til leigu á vordögum eitt og sér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði