Rosberg framlengdi samning sinn við Mercedes liðið 10. nóvember 2011 16:00 Nico Rosberg, ökumaður Mercedes Formúlu 1 liðsins. MYND: MERCEDES GP Nico Rosberg hefur framlengt samning sinn við Mercedes Formúlu 1 liðið og í frétt á autosport.com segir að umræða hafi verið um það síðustu mánuði að hann færi til Ferrari í framtíðinni, en nú er ljóst að hann hefur framlengt samning sinn við Mercedes til loka 2013 í það minnsta. Í fréttatilkynningu frá Mercedes er rætt um samning sem nær til loka 2013 og framyfir þann tíma, sem gæti þýtt að hann eigi val á að vinna lengur með Mercedes samkvæmt frétt autosport.com. Rosberg byrjaði að keppa með Mercedes ásamt Michael Schumacher í fyrra og Schumacher er með samning við Mercedes á næsta ári. „Ég er mjög spenntur að hafa framlengt samning minn Við Mercedes. Að sigra á Silfur Ör (Mercedes) verður einn af hápunktum lífs míns og ég mun með glöðu geði hjálpa að leiða lið okkar í þeirri viðleitni að verða bestir í Formúlu 1. Ég hef fulla trú á að liðið muni færa mér sigurbíl og að við munum geta bætt við frábæra arfleiðf Silfur Örvanna. Ég hlakka til frábærra tíma sem eru framundan á næstu árum með Mercedes-Benz fjölskyldunni," sagði Rosberg um samninginn. Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nico Rosberg hefur framlengt samning sinn við Mercedes Formúlu 1 liðið og í frétt á autosport.com segir að umræða hafi verið um það síðustu mánuði að hann færi til Ferrari í framtíðinni, en nú er ljóst að hann hefur framlengt samning sinn við Mercedes til loka 2013 í það minnsta. Í fréttatilkynningu frá Mercedes er rætt um samning sem nær til loka 2013 og framyfir þann tíma, sem gæti þýtt að hann eigi val á að vinna lengur með Mercedes samkvæmt frétt autosport.com. Rosberg byrjaði að keppa með Mercedes ásamt Michael Schumacher í fyrra og Schumacher er með samning við Mercedes á næsta ári. „Ég er mjög spenntur að hafa framlengt samning minn Við Mercedes. Að sigra á Silfur Ör (Mercedes) verður einn af hápunktum lífs míns og ég mun með glöðu geði hjálpa að leiða lið okkar í þeirri viðleitni að verða bestir í Formúlu 1. Ég hef fulla trú á að liðið muni færa mér sigurbíl og að við munum geta bætt við frábæra arfleiðf Silfur Örvanna. Ég hlakka til frábærra tíma sem eru framundan á næstu árum með Mercedes-Benz fjölskyldunni," sagði Rosberg um samninginn.
Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira