Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember.
Fimmtán voru valdir í sérstakar prufur, en í dómnefndinni sátu, fyrir utan Björgvin sjálfan, Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, Jóhanna Guðrún, söngkona, og Gunnar Helgason, leikstjóri og dómari í þættinum Dans dans dans.
Það er óhætt að segja að Aroni hafi verið komið á óvart, en hann hélt að hann þyrfti að syngja aftur þegar dómnefndin bað hann um að koma í prufu á ný. En í ljós kom, að Aron hafði sigur úr býtum, og vonandi hefst þar með giftusamlegur söngferill þessa efnilega drengs.
Hægt er að horfa á myndbandið þegar Aroni var tilkynnt um að hann væri sigurvegari, hér fyrir ofan. Annar má nálgast myndbönd keppenda hér. Til þess að nálgast myndböndin þarf að velja Ísland í dag vinstra megin, og svo flokkinn jólastjarnan.
Lífið