Hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi kórónaði frábært Íslandsmeistaramót sitt í 25 metra laug með því að bæta Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi um meira en þjár sekúndur í Laugardalslauginn í kvöld.
Eygló Ósk ákvað að hvíla sig fyrir lokasundið og sleppti því úrslitasundinu í 200 metra fjórsundi en hún hafði sett nýtt Íslandsmet í þeirri grein fyrr í dag.
Eygló Ósk synti 200 metra baksund á 2:08.00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11.29 mínútur og var þetta því rosalega mikil bæting hjá Eyglóu. Yfirburðirnir voru líka miklir því hún kom í mark rétt tæpum þrettán sekúndum á undan næstu sundkonu.
Eygló Ósk bætti Íslandsmetið um meira en þrjár sekúndur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
