Elfar Freyr Helgason fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með AEK Aþenu í kvöld þegar liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti rússneska liðinu Lokomotiv Moskvu í Evrópudeildinni.
Tapið þýðir að AEK á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum þótt að enn séu tvær umferðir eftir. AEK hefur nefnilega tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni og markatala liðsins er 4-12.
Elfar Freyr var í byrjunarliðinu en var tekin útaf í hálfleik í stöðunni 0-0. Þjálfarinn Nikos Kostenoglou gerði tvær breytingar í hálfleik en þær báru ekki miklan árangur.
Denis Glushakov kom Lokomotiv í 0-1 á 50. mínútu en Pereira Leonardo jafnaði fyrir AEK úr víti á 60. mínútu. Brasilíumaðurinn Maicon skoraði síðan annð mark Rússanna á 72. mínútu og Vladislav Ignatjev innsiglaði sigurinn átta mínútum síðar..
