Berlusconi hefur staðið af sér 50 vantrausttillögur Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2011 15:02 Silvio Berlusconi brosir ekki svona breitt þessa dagana. Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Framundan, eftir um klukkutíma, er nú ein mikilvægasta atkvæðagreiðsla sem ríkisstjórn Berlusconis hefur staðið frammi fyrir. Hún snýst um aðgerðir í ríkisfjármálum, niðurskurð og eignasölu þar helst. Almennt er litið svo á að pólitískir dagar Berlusconis séu taldir ef atkvæðagreiðslan fellur gegn vilja ríkisstjórnar hans. Einn helsti bandamaður Berlusconis undanfarin misseri, Umberto Bossi, hefur nú opinberlega hvatt Berlusconi til þess að segja af sér. Bossi er reyndar ekki ókunnugur því að fara gegn Berlusconi, þrátt fyrir pólitískan vinskap þeirra í seinni tíð. Bossi fór gegn Berlusconi árið 1994 og er almennt álitinn hafa fellt fyrstu ríkisstjórn hans. Efnahagsvandamál Ítalíu eru nú helsta áhyggjuefnið á evrusvæðinu. Ítalska hagkerfið er þriðja stærsta hagkerfi á svæðinu, á eftir því franska og þýska. Til samanburðar má nefna að gríska hagkerfið er aðeins um 2% af evrusvæðinu. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er nú 6,7%, sem er það hæsta í sögunni. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Framundan, eftir um klukkutíma, er nú ein mikilvægasta atkvæðagreiðsla sem ríkisstjórn Berlusconis hefur staðið frammi fyrir. Hún snýst um aðgerðir í ríkisfjármálum, niðurskurð og eignasölu þar helst. Almennt er litið svo á að pólitískir dagar Berlusconis séu taldir ef atkvæðagreiðslan fellur gegn vilja ríkisstjórnar hans. Einn helsti bandamaður Berlusconis undanfarin misseri, Umberto Bossi, hefur nú opinberlega hvatt Berlusconi til þess að segja af sér. Bossi er reyndar ekki ókunnugur því að fara gegn Berlusconi, þrátt fyrir pólitískan vinskap þeirra í seinni tíð. Bossi fór gegn Berlusconi árið 1994 og er almennt álitinn hafa fellt fyrstu ríkisstjórn hans. Efnahagsvandamál Ítalíu eru nú helsta áhyggjuefnið á evrusvæðinu. Ítalska hagkerfið er þriðja stærsta hagkerfi á svæðinu, á eftir því franska og þýska. Til samanburðar má nefna að gríska hagkerfið er aðeins um 2% af evrusvæðinu. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er nú 6,7%, sem er það hæsta í sögunni.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira