Eitt og annað um laxveiðina í sumar Af Vötn og Veiði skrifar 20. október 2011 09:24 Jón Þór Júlíusson leigutaki Laxá í Kjós með fallegan haustlax úr Kjósinni Mynd af www.votnogveidi.is Það er líklega enn verið að reikna það út, en þetta laxveiðisumar sem margir álitu vera lélegt er engu að síður það fjórða til fimmta besta frá því að skráningar hófust. Þeir sem töldu þetta slakt eru orðnir of góðu vanir.Það hefur verið þægilegt og gott að fylgjast með gangi mála á vef LV, www.angling.is þar sem Þorsteinn Þorsteinsson hefur haldið saman vikulegum tölum úr tuttugu og fimm viðmiðunarám. Þar í hópi eru vel flestar þekktustu árnar og þann 9.október s.l.skrifaði Þorsteinn: „Laxveiðin hefur valdið mörgum veiðimanninum vonbrigðum í ár. Þó stefnir í að sumarið verði það fjórða eða fimmta besta síðan byrjað var að skrá veiðina. Tæplega 36 þúsund laxar hafa náðst á land á veiðitímabilinu sem nú er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi veiðifélaga.“Í pistli fáeinum dögum síðar bætti hann við að heildartala yfir landið yrði líklega um þriðjungi hærri en LV talan. Niðurstaðan væri eitt besta laxveiðisumar allra tíma. Ytri Rangá hafði sætaskipti við Eystri Rangá um efsta sætið að þessu sinni, en þær hafa skipt þessu á milli sín síðustu árin. Litlu munar þó á þeim að þessu sinni og segja má að þó talan sé hærri, 4.870 á móti 4.387, þá sé vertíðin betur heppnuð í Eystri því þar er veitt á 18 stangir ámóti 24. Veiðitíminn líka nokkrum dögum skemmri. Þá ber þess einnig að geta, að í tölu Ytri Rangár er einnig veiði af vesturbakka Hólsár, en eystri bakkinn er í sér útleigu og ekki talinn með heildartölu Eystri Rangár. Þar var á köflum mjög góð veiði s.l. sumar. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4059 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði
Það er líklega enn verið að reikna það út, en þetta laxveiðisumar sem margir álitu vera lélegt er engu að síður það fjórða til fimmta besta frá því að skráningar hófust. Þeir sem töldu þetta slakt eru orðnir of góðu vanir.Það hefur verið þægilegt og gott að fylgjast með gangi mála á vef LV, www.angling.is þar sem Þorsteinn Þorsteinsson hefur haldið saman vikulegum tölum úr tuttugu og fimm viðmiðunarám. Þar í hópi eru vel flestar þekktustu árnar og þann 9.október s.l.skrifaði Þorsteinn: „Laxveiðin hefur valdið mörgum veiðimanninum vonbrigðum í ár. Þó stefnir í að sumarið verði það fjórða eða fimmta besta síðan byrjað var að skrá veiðina. Tæplega 36 þúsund laxar hafa náðst á land á veiðitímabilinu sem nú er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi veiðifélaga.“Í pistli fáeinum dögum síðar bætti hann við að heildartala yfir landið yrði líklega um þriðjungi hærri en LV talan. Niðurstaðan væri eitt besta laxveiðisumar allra tíma. Ytri Rangá hafði sætaskipti við Eystri Rangá um efsta sætið að þessu sinni, en þær hafa skipt þessu á milli sín síðustu árin. Litlu munar þó á þeim að þessu sinni og segja má að þó talan sé hærri, 4.870 á móti 4.387, þá sé vertíðin betur heppnuð í Eystri því þar er veitt á 18 stangir ámóti 24. Veiðitíminn líka nokkrum dögum skemmri. Þá ber þess einnig að geta, að í tölu Ytri Rangár er einnig veiði af vesturbakka Hólsár, en eystri bakkinn er í sér útleigu og ekki talinn með heildartölu Eystri Rangár. Þar var á köflum mjög góð veiði s.l. sumar. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4059 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði