Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2011 13:30 Peyton Manning trúði vart eigin augum í gær. Nordic Photos / Getty Images Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27. NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27.
NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira