Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2011 10:08 Mynd af www.svfr.is Veiðin í Tungufljóti í Skaftafellssýslu var einkar dræm þetta árið, en öfugt við undanfarin tvö ár var hægt að veiða megnið af haustinu. Undanfarin ár hafa einkennst af gríðarlegum vatnavöxtum, en nú var fljótið skaplegra. að veldur unnendum fljótsins miklum áhyggjum að sjá hversu lítil veiðin er. Stærri sjóbirtinginn virðist vanta miðað við oft áður, og lítil veiði var í fljótinu sjálfu. Mest veiddist í vatnaskilunum við Ása-Eldvatn (Syðri-Hólma) þrátt fyrir mjög góða vatnsstöðu nú í haust. Heildarveiði á urriða/sjóbirtingi þetta árið var 255 fiskar. Þar af voru 60 fiskar úr vorveiðinni og í það minnsta þrettán staðbundnir urriðar. Þetta gerir heildarveiði í haust upp á 182 sjóbirtinga, og af því er óvenju stór hluti geldfiskur frá 2-5 pund. Að auki veiddust 20 laxar sem í Tungufljóti er talinn meðafli. Það er nokkuð óhugnanlegt hversu mikið er af Sugubitum á sjóbirtingnum eystra, en um leið ekkert sem þarf að koma á óvart í ljósi þróunarinnar undanfarin ár. Virðast unnendur sjóbirtingsins hreinlega þurfa að sætta sig við það að svo sé komið. Hins vegar er erfiðara að þurfa að sætta sig við þróunina án þess að hún sé rannsökuð til mergjar, og þá sérstaklega hvort að Steinsugan sé að höggva stór skörð í stofna stærri hrygningarfisks. Virðist sem að áhrif sugunnar ásamt skefjalausri netaveiði í Kúðafljóti geti haft samlegðaráhrif í minnkandi veiði sl. ár. Stærstu sjóbirtingarnir í Tungufljóti þetta árið voru tveir sjóbirtingar af gamla skólanum, sextán punda fiskar úr Syðri-Hólma, báðir fengnir um mánaðarmótin september/október. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Veiðin í Tungufljóti í Skaftafellssýslu var einkar dræm þetta árið, en öfugt við undanfarin tvö ár var hægt að veiða megnið af haustinu. Undanfarin ár hafa einkennst af gríðarlegum vatnavöxtum, en nú var fljótið skaplegra. að veldur unnendum fljótsins miklum áhyggjum að sjá hversu lítil veiðin er. Stærri sjóbirtinginn virðist vanta miðað við oft áður, og lítil veiði var í fljótinu sjálfu. Mest veiddist í vatnaskilunum við Ása-Eldvatn (Syðri-Hólma) þrátt fyrir mjög góða vatnsstöðu nú í haust. Heildarveiði á urriða/sjóbirtingi þetta árið var 255 fiskar. Þar af voru 60 fiskar úr vorveiðinni og í það minnsta þrettán staðbundnir urriðar. Þetta gerir heildarveiði í haust upp á 182 sjóbirtinga, og af því er óvenju stór hluti geldfiskur frá 2-5 pund. Að auki veiddust 20 laxar sem í Tungufljóti er talinn meðafli. Það er nokkuð óhugnanlegt hversu mikið er af Sugubitum á sjóbirtingnum eystra, en um leið ekkert sem þarf að koma á óvart í ljósi þróunarinnar undanfarin ár. Virðast unnendur sjóbirtingsins hreinlega þurfa að sætta sig við það að svo sé komið. Hins vegar er erfiðara að þurfa að sætta sig við þróunina án þess að hún sé rannsökuð til mergjar, og þá sérstaklega hvort að Steinsugan sé að höggva stór skörð í stofna stærri hrygningarfisks. Virðist sem að áhrif sugunnar ásamt skefjalausri netaveiði í Kúðafljóti geti haft samlegðaráhrif í minnkandi veiði sl. ár. Stærstu sjóbirtingarnir í Tungufljóti þetta árið voru tveir sjóbirtingar af gamla skólanum, sextán punda fiskar úr Syðri-Hólma, báðir fengnir um mánaðarmótin september/október. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði