Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2011 10:15 Veitt við Eldvatn í haust Mynd: Jón Eyfjörð Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang. SVFR hefur greint frá tölum í Tungufljóti og þar var vertíðin beinlínis slök þrátt fyrir að hægt væri að veiða miklu fleiri daga í haust heldur en t.d. í fyrra vegna veðurs. Það voru nokkur flóðaskot, en á heildina litið miklu betri skilyrði. En samt veiddist lítið, aðeins 255 fiskar í það heila og af þeim hópi voru haustbirtingar aðeins 182 sem telst lélegt. Þótti kunnugum jafn framt að fiskur virtist tregur að hafa sig upp í á þrátt fyrir að skilyrði til að tæma Syðri Hólma væru fyrir hendi oftar en einu sinni. Aðrir „flokkar“ í tölu Tungufljóts voru 60 vorbirtingar, 20 laxar og „a.m.k. 13 staðbundnir urriðar“. Það var líka eftir því tekið í Fljótinu að stórir fiskar voru óvenju fáir, en 2-5 punda geldfiskar á hinn bóginn óvenju margir. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4062 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði
Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang. SVFR hefur greint frá tölum í Tungufljóti og þar var vertíðin beinlínis slök þrátt fyrir að hægt væri að veiða miklu fleiri daga í haust heldur en t.d. í fyrra vegna veðurs. Það voru nokkur flóðaskot, en á heildina litið miklu betri skilyrði. En samt veiddist lítið, aðeins 255 fiskar í það heila og af þeim hópi voru haustbirtingar aðeins 182 sem telst lélegt. Þótti kunnugum jafn framt að fiskur virtist tregur að hafa sig upp í á þrátt fyrir að skilyrði til að tæma Syðri Hólma væru fyrir hendi oftar en einu sinni. Aðrir „flokkar“ í tölu Tungufljóts voru 60 vorbirtingar, 20 laxar og „a.m.k. 13 staðbundnir urriðar“. Það var líka eftir því tekið í Fljótinu að stórir fiskar voru óvenju fáir, en 2-5 punda geldfiskar á hinn bóginn óvenju margir. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4062 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Flott veiði í Köldukvísl og Sporðöldulóni Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði