Miðfjarðará er að sama skapi um 1700 löxum undir tölunum frá því í fyrra en það ár var líka alveg ótrúlegt í Miðfirðinum. Norðurá heldur sínu, og það gera Selá og Lánga svo til líka. Aðrar ár eru með minni veiði en í fyrra, en við tökum það skýrt fram að samanburður á milli ára gefur ekki rétta mynd af því hvað telsteðlileg veiði eða ekki. Meirihluti ánna eru yfir meðalafla eða á pari.
Svo komu ár eins og Breiðdalsá sem stukku yfir metið annað árið í röð. Og það gerðist líka í Jöklu, bæði svæðin greinilega að koma nokkuð sterk inn. Hér fyrir neðan er topp 10 listinn og allann listann má nálgast hér: https://angling.is/is/veiditolur/
Veiðivatn | Dagsetning | Heildarveiði | Stangafjöldi | Lokatölur 2010 |
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. | 19. 10. 2011 | 4870 | 24 | 6210 |
Eystri-Rangá | 19. 10. 2011 | Lokatölur 4387 | 18 | 6280 |
Miðfjarðará | 28. 9. 2011 | Lokatölur 2364 | 10 | 4043 |
Norðurá | 14. 9. 2011 | Lokatölur 2134 | 15 | 2279 |
Blanda | 21. 9. 2011 | Lokatölur 2032 | 16 | 2777 |
Selá í Vopnafirði | 5. 10. 2011 | Lokatölur 2021 | 8 | 2065 |
Langá | 28. 9. 2011 | Lokatölur 1934 | 12 | 2235 |
Þverá + Kjarará | 21. 9. 2011 | Lokatölur 1825 | 14 | 3760 |
Haffjarðará | 21. 9. 2011 | Lokatölur 1526 | 6 | 1978 |
Breiðdalsá | 5. 10. 2011 | Lokatölur 1430 | 8 | 1178 |