Apple greindi frá því í dag að á einum degi hefði ein milljón neytenda forpantað iPhone 4S snjallsímann. Í tilkynningunni segir að með þessu hafi fyrra met Apple verið slegið, en 600.000 manns keyptu síðustu týpu iPhone í forpöntun.
Tölurnar koma á óvart en viðtökur iPhone 4S hafa verið dræmar. Notendur vonuðust eftir nýrri gerð iPhone síma. iPhone 4S lítur nákvæmlega eins út og fyrri týpan en innviðir símans hafa verið algjörlega endurhannaðir.
