Velur hýsilinn vandlega Af Vötn og Veiði skrifar 17. október 2011 09:19 Ófrýnilegur fiskur en víða nýttur og þykir herramannsmatur, ekki ólíkur skötusel á bragðið. Mynd af www.votnogveidi.is Eins og fram hefur komið í fréttum af sjóbirtingsveiðislóðum í haust, þá er jafnvel meira um steinsugubit í afla veiðimanna en fyrr. Eigi að síður virðist sugan velja sér vandlega hýsil og ekki er æskudýrkuninni fyrir að fara hjá henni. Vér VoV-arar minnumst þess að hafa átt all nokkur samtöl við fiskifræðinga VMSt um steinsugurnar og tilburði þeirra til landnáms og þann usla sem þær geta gert á sjóbirtignsstofnum hér á landi. Í einu slíku samtali kom fram að svo virtist sem, að því stærri birtingurinn væri, því líklegri væri hann til að bera eitt eða fleiri bit. Þetta hljómar afskaplega lógískt að því leyti að eftir því sem birtingarnir eru stærri, þeim mun eldri eru þeir í flestum tilvikum. Því fleiri sjógöngutúra hafa þeir farið og því oftar í hættu en yngri og smærri fiskar. En þetta virðist ekki vera einhlýt skýring ef að eitthvað er að marka óvísindalega könnum sem við gerðum, bæði í raun og með fyrirspurnum. Sugan virðist nær eingöngu leggjast á fullorðinn kynþroska fisk. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/lifriki/nr/4056 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði
Eins og fram hefur komið í fréttum af sjóbirtingsveiðislóðum í haust, þá er jafnvel meira um steinsugubit í afla veiðimanna en fyrr. Eigi að síður virðist sugan velja sér vandlega hýsil og ekki er æskudýrkuninni fyrir að fara hjá henni. Vér VoV-arar minnumst þess að hafa átt all nokkur samtöl við fiskifræðinga VMSt um steinsugurnar og tilburði þeirra til landnáms og þann usla sem þær geta gert á sjóbirtignsstofnum hér á landi. Í einu slíku samtali kom fram að svo virtist sem, að því stærri birtingurinn væri, því líklegri væri hann til að bera eitt eða fleiri bit. Þetta hljómar afskaplega lógískt að því leyti að eftir því sem birtingarnir eru stærri, þeim mun eldri eru þeir í flestum tilvikum. Því fleiri sjógöngutúra hafa þeir farið og því oftar í hættu en yngri og smærri fiskar. En þetta virðist ekki vera einhlýt skýring ef að eitthvað er að marka óvísindalega könnum sem við gerðum, bæði í raun og með fyrirspurnum. Sugan virðist nær eingöngu leggjast á fullorðinn kynþroska fisk. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/lifriki/nr/4056 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði